Vorjafndægur

Nú er jafndægur á vori. Álftirnar eru að setjast upp á Ærhúsflóðinu og endur komnar í Stóraflóð. Það verður gaman að fylgjast með farfuglunum koma hvað úr hverju. Lóan er lent í Hornafirði samkvæmt fréttum.

Ég þakka Jóni Eiríkssyni kærlega fyrir Jarðabók Skeiðahrepps. Fyrir aðkomumann eins og mig er það einstaklega gott að geta áttað sig á helstu örnefnum í landinu.

Allt gengur sinn vanagang hér. Trippi á húsi og útigangur í vellystingum. Þegar nær líður páskum verður hugað að því að taka inn reiðhross og koma í form i rólegheitum. Á meðan húsráðendur eru í námi ræður það nokkuð yfir tímanum fram á vorið.

Hér set ég mynd af Hólmfríði og Þokka frá punktamóti Smára 1. mars síðastliðinn.

Hólmfríður og Þokki