Fædd eru folöld

 

Það má með sanni segja að sumarið sé komið í Kílhraun. Hryssurnar kasta hver á eftir annarri. Fyrst kastaði Lýsa, leirljósri stjörnóttri hryssu. Sú er undan Sleipni frá Kverná og fékk nafnið Ösp frá Kílhrauni. Næst í röðinni var Sletta sem kastaði rauðri hryssu sem er undan Stíganda frá Stóra Hofi. Harpa kastaði strax daginn eftir, rauðblesóttri hryssu, undan Kristal frá Auðsholtshjáleigu. Sú hryssa fékk nafnið Krafla frá Kílhrauni. Loks kastaði Gróska rauðskjóttri hryssu sem er undan Álfi frá Selfossi. Nú bíðum við eftir að Blíða kasti, en það er ekki von á því fyrr en eftir mánuð.

Hér eru myndir af nýju folöldunum.

Gróska með Álfsdóttur

Gróska með Álfsdóttur

Ösp frá Kílhrauni

Ösp frá Kílhrauni

Krafla frá Kílhrauni

Krafla frá Kílhrauni

Sletta frá Dalbæ og dóttir Stíganda frá Stóra Hofi.

Sletta frá Dalbæ og dóttir Stíganda frá Stóra Hofi.