Lokamót uppsveitadeildarinnar var í gær (23.apríl) og heppnaðist vel. Mikið af fólki mætti í höllina og var þétt setið og mikil stemming myndaðist og þá sérstaklega í fljúgandi skeiði í gegnum höllina 🙂
Byrjað var á forkeppni í tölti og gekk okkur Þokka ágætlega þar og urðum 3 eftir forkeppni og beint í A-úrslitin. Eftir forkeppni í tölti var fljúgandi skeið í gegnum höllina og var stórbóndinn í Þjóðólfshaga hann Siggi Sig svo elskulegur að lána mér hana Spá frá Skíðbakka í það verkefni og hryssan klikkaði ekki, skeiðuðum ágætlega í forkeppninni og urðum 5. en svo var allt gefið í botn í úrslitasprettinum og skeiðuðum við í gegn á 3,21 sekúndu og besti tíminn!! 😀 Þetta er alveg mögnuð hryssa. Ég hef aldrei keppt í fljúgandi skeiði og hef litla reynslu af skeiði en váá hvað þetta var gaman, nú skil ég alveg þessa skeiðdellu 😉 Þetta verður sko endurtekið.
Eftir skeiðið var komið af úrslitum í tölti og gengu þau hálf bröslulega fyrir sig hjá okkur Þokka enda ég ennþá í andrenalínsjokki eftir skeiðið (hehe;)) og þessi litla höll hentar bara ekki hestinum og vorum við því langt frá okkar besta og enduðum í 4.sæti en
það skilaði okkur samt sem áður 7 stigum 😉
Eftir kvöldið var ég búin að næla mér í 17 stig sem skilaði mér 2.sætinu í einstaklingskeppninni með 31 stig 😀 En efst var hún Aðalheiður Einarsdóttir með 35 stig 🙂
Liðið mitt Vaki varð í 2-3 sæti í liðakeppninni 🙂 Frábært lið!!
Uppsveitadeildin er sko komin til að vera og búið að vera frábær stemming á mótunum og mikill metnaður 🙂 Hlakka svo sannarlega til að mæta aftur á næsta ári og gera enn betur 😉
Nú erum við Þokki bara að undirbúa okkur undir stóru mótin enda hann Siggi búinn að kenna okkur mikið í síðustu viku og hlakka ég til að mæta með Þokka á útivöll þar sem hann nýtur sín best 😉 Reykjavíkurmótið er 5.maí og svo er stutt í LM úrtöku 🙂
Myndir koma fljótlega!
Bestu kveðjur, Hólmfríður 🙂
Takk fyrir 🙂
Hæ Hólmfríður mín! Rosalega var þetta skemmtilegt mót hjá Uppsveitardeildinni brjáluð stemming.Til hamingju með þína frammistöðu svaka gaman allt að gerast.Hlakka til á næsta ári þegar þetta byrjar aftur og svo er sumarið að byrja.Rosa stuð!!!!!!!!!
Ég óska þér innilega til hamingju með frábæran árangur!
Kvöldið var hin mesta skemmtun og þið alveg frábær 🙂 Uppsveitadeildin verður klárlega aftur á næsta ári því slíka skemmtun á að endurtaka!!