Í dag voru graddarnir reknir heim og létu þeir sko aldeilis hafa fyrir sér. Menn og hestar fengu að hlaupa nóg fyrir alla vikuna því þeir voru ekki alveg á því að fara í hliðið og heim. Sómi, Amper og Sveipur voru reknir upp á kerru og fóru í haga á Flúðum en Sólon, Tindur og Tígull voru reknir aftur niður á mýrartún.
Tvær merar voru útskrifaðar frá Hólmfríði og fóru í sinn haga fyrir ofan veg. Bráðum þarf að reka hesta aftur því Askja útskrifast fljótlega en þá kemur Katla bara inn í staðin.
Svo bíðum við enn eftir folaldinu hennar Lýsu……kannski kemur það í nótt 😉
Við bíðum líka 😉 Dagný og Atli kláruðu reiðnámskeiðið í gær og eru við hestaheilsu … biðja semsagt að heilsa hestunum 🙂