Gná frá Kílhrauni

Gná frá Kílhrauni

Gná frá Kílhrauni

Gná frá Kílhrauni, 2015, á öðrum vetri.

Gná fæddist árið 2013. Foreldrar hennar eru heiðursverðlaunahesturinn Álfur frá Selfossi (8,46) og Gróska frá Dalbæ (8,19). Hún er rauðskjótt eins og pabbinn, en að auki glaseygð.

Gná er forvitin og áræðin. Hún virðist ekki hræðast margt en er ekki fífldjörf. Gná er fríð og virðist ætla að verða vel byggð. En tíminn leiðir það í ljós. Hún sýnir fallegar hreyfingar. Gná er það trippi sem kemur alltaf fyrst til okkar þegar við heimsækjum stóðið í bithagann.

Nafnið Gná kemur úr goðafræðinni. Gná er ásynja og ein af þjónum Friggjar sem er kona Óðins.

Gná frá Kílhrauni

Gná frá Kílhrauni á fyrsta degi. Gná er undan Grósku frá Dalbæ og Álfi frá Selfossi

Kynbótamat
Sköpulag Blub Kostir Blub
Höfuð 113 Tölt 121
Háls/Herðar/Bógar 112 Brokk 118
Bak og lend 101 Skeið 99
Samræmi 108 Stökk 116
Fótagerð 105 Vilji og geðslag 119
Réttleiki 96 Fegurð í reið 128
Hófar 108 Fet 105
Prúðleiki 111
Sköpulag 115 Hæfileikar 118
Hægt tölt 117 Hægt stökk
Aðaleinkunn 120

Gná er nú komin á tamningaaldur og byrjunin lofar góðu. Hún er einstaklega samstarfsfús, einbeitt og skrefstór. Hefur mikið rými og er fljót að læra. Á myndum hér fyrir neðan má sjá Gná í reið eftir tveggja mánaða tamningu.