Dimma frá Kílhrauni

Dimma og Manni á æfingu

Dimma frá Kílhrauni, knapi Guðmann Unnsteinsson

Dimma frá Kílhrauni

Dimma frá Kílhrauni er fædd árið 2005. Nafnið fékk hún af lit sínum, en hún er frekar dökk. Móðir hennar er hins vegar leirljós. Dimma er undan Fróða frá Fróni og Lýsu frá Litlu Sandvík.

Dimma var tamin af Hólmfríði Kristjánsdóttur og Guðmanni Unnsteinssyni í Langholtskoti. Hún var sýnd í kynbótadómi 2013, en gekk ekki vel þar. Í ljós kom að lokinni sýningu að hún hafði fengið sár í hófbotn sem háði því að hú beitti sér að fullu.

Dimma er geðgóð og örugg alhliða hryssa. Hún er mjög góður reiðhestur.

Dimma er til sölu. Sendið fyrirspurnir hér til þess að fá nánari upplýsingar.