Gróska frá Dalbæ.
Gróska er vel ættuð hryssa sem átti farsælan keppnisferil áður en hún fór í folaldseignir. Hún er undan heiðursverðlaunaforeldrunum Huga frá Hafsteinsstöðum (8,31) og Storku frá Dalbæ (8,26).
Gróska er með 8,19 í aðaleinkunn í kynbótadómi frá árinu 2009 og á einkunnina 8,41 í tölti 2010 og 8,65 í B flokki Gæðinga árið 2009. Hún býr yfir miklu og góðu tölti, með mikla yfirferð. Brokkið er einnig svifmikið og gott.
Fæðingarár | Nafn | Faðir |
---|---|---|
2011 | Fursti frá Kílhrauni | Mídas frá Kaldbak |
2013 | Gná frá Kílhrauni | - Álfur frá Selfossi |
Sköpulag | Eikunn | Kostir | Einkunn |
---|---|---|---|
Höfuð | 8.5 | Tölt | 9 |
Háls/Herðar/Bógar | 8.5 | Brokk | 8.5 |
Bak og lend | 7.5 | Skeið | 5 |
Samræmi | 8 | Stökk | 8.5 |
Fótagerð | 7.5 | Vilji og geðslag | 9 |
Réttleiki | 7.5 | Fegurð í reið | 9 |
Hófar | 8 | Fet | 8.5 |
Prúðleiki | 8.5 | ||
Sköpulag | 8.03 | Hæfileikar | 8.29 |
Hægt tölt | 8.5 | Hægt stökk | 8 |
Aðaleinkunn | 8.19 |