Birta frá Kílhrauni og Bergur Tjörvi, eigandi og jafnaldri, eru góðir vinir. Þegar Bergur fer út í stóðið kemur Birta alltaf til hans og heilsar upp á vin sinn. Henni er þó illa við hundinn okkar.
Birta hefur sérstakan lit sem hefur verið greindur sem korgleirsljós. Hún breytist eftir árstíðum, án þess að vera litförótt, er ljósari á vetrum en sumrum.
Brátt fara þau að fara saman í útreiðar, þegar bæði verða tilbúin til þess. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig vináttan á milli þeirra mun þróast um ókomin ár.