Folöldin eru farin að koma heim í Kílhraun, ásamt mæðrum sínum, eftir að hafa verið hjá stóðhesum í sumar. Það er alltaf gott að sjá þau í túninu heima.
Continue ReadingFolöldin í Kílhrauni
Folöldin í Kílhrauni eru öll fædd þetta árið. Þau eru auðvitað flottust, eins og alltaf. Sjö folöld fæddust sem verða að sjálfsögðu miklir gæðingar eftir fjögur til fimm ár.
Continue ReadingStóðið rekið á vetrarbeit
Það húmar að hausti. Hrossin eru rekin heim úr sumarbeitarhólfunum, skoðuð, snyrt og ormahreinsuð áður en þau eru rekin út á vetrarbeitina. Hér má sjá stutt myndband af rekstrinum.
Continue ReadingFyrsta folald ársins 2014 í Kílhrauni
Fyrsta folald ársins 2014 er fætt í Kílhrauni. Það kom í heiminn þann 16. maí. Foreldrarnir eru Blíða frá Ljótsstöðum og Vökull frá Síðu. Brúnn hestur kom í heiminn að þessu sinni. Hann hefur ekki …
Continue ReadingFyrsta folald ársins 2012
Fyrsta folald ársins í Kílhrauni leit dagsins ljós þann 8. maí. Gróska frá Dalbæ kastaði þá folaldi sem verður væntanlega jarpt eða brúnt, með daufa stjörnu fyrir ofan vinstra auga. Ekki er alveg staðfest um …
Continue ReadingÖll folöldin fædd þetta árið
Þetta vorið fæddust þrjú folöld í Kílhrauni. Gróska var fyrst til og eignaðist Mídasarson þann 16. maí. Sá er rauður, eins og efni stóðu til, og fær nafnið Fursti. Næst kastaði Gifta, rauð hryssa í …
Continue ReadingFolaldið fætt
Þá er folaldið sem von var á þetta sumarið fætt. Lýsa kastaði leirljósri eða bleikri hryssu þann 12. júní.
Hryssan fékk nafnið Birta, svona ljós á litinn. Hún er undan Þey frá Holtsmúla 1 og Lýsu frá Litlu Sandvík. Það var að sjálfsögðu farið út á tún og teknar myndir af hryssunni sem gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp til myndatöku.
Continue ReadingFolinn heitir Blær :)
Folinn hennar Lýsu og Straums hefur fengið nafnið Blær enda færði hann okkur sumarblæ með fæðingu sinni 🙂 Hann er nú bara rólegur og ekki mikið að láta mömmu sína hlaupa á eftir sér enda …
Continue ReadingFæddur er rauður hestur
Í morgun kastaði Lýsa rauðu hestfolaldi. Pabbinn er Straumur svo liturinn kemur ekki á óvart. Hins vegar virðist hann vera alveg einlitur. Við fórum út á tún þegar liðið var fram á kvöld til þess …
Continue ReadingSætar systur.
Í gær kastaði Hnota fallegri hryssu undan Straumi. Í nótt kastaði svo Ekkja þessari stórblesóttri / hjálmóttri hryssu undan Straumi. Þá eru öll folöld ársins fædd. …
Continue Reading