Askja frá Kílhrauni
Askja er fædd árið 2006. Hún er undan Hörpu frá Kílhrauni (7,78) og Straumi frá Sauðárkróki (8,37). Hún er rauð á lit, prúð og mjög fríð. Askja er afskaplega skemmtileg hryssa sem mjög gaman er að vinna með. Hún hefur mjög gott geðslag, er þjál og góð en forvitin og vakandi.
Stefnt var að því að sýna Öskju sumarið 2010 en þar sem hún fór mjög illa út úr hóstapestinni og var lengi veik þá fór hún í dóm sumarið 2012. Askja er alhliðahryssa með góðar og jafnar gangtegundir.
Askja var sýnd í kynbótadómi í júní 2012 af Guðmanni Unnsteinssyni. Þau gerðu sér lítið fyrir og fóru í 1. verðlaun okkur til mikillar ánægju, enda fyrsta hryssan úr okkar ræktun sem fór í kynbótadóm. Hún hefur líka látið að sér kveða á keppnisvellinum, fengið 8,44 í A flokki gæðinga og 6,76 í fimmgangi. Nú hefur Askja lokið keppnisferlinum og tekið að sér ræktunarstarf í Kílhrauni.
Fæðingarár | Nafn | Faðir |
---|---|---|
2015 | Freyr frá Kílhrauni | _Ölnir frá Akranesi |
Sköpulag | Eikunn | Kostir | Einkunn |
---|---|---|---|
Höfuð | 8.5 | Tölt | 8 |
Háls/Herðar/Bógar | 8.5 | Brokk | 8 |
Bak og lend | 9 | Skeið | 8 |
Samræmi | 8 | Stökk | 8 |
Fótagerð | 7 | Vilji og geðslag | 8.5 |
Réttleiki | 7.5 | Fegurð í reið | 8 |
Hófar | 8 | Fet | 9 |
Prúðleiki | 8 | ||
Sköpulag | 8.05 | Hæfileikar | 8.14 |
Hægt tölt | 7.5 | Hægt stökk | 7.5 |
Aðaleinkunn | 8.11 |
HÆ hæ Kílhraun mikið óskaplega er þessi hryssa hún Askja falleg með svo fallegan svip og glaðlegt auga.’Eg hlakka til að fylgjast með henni.´’Eg trúi ekki öðru en þarna sé á ferðinni efnilegt tryppi´.
Kv. KK Réttarholti