Fursti frá Kílhrauni

Fursti frá Kílhrauni, vorið 2015

Fursti frá Kílhrauni, vorið 2015

Fursti frá Kílhrauni er stóðhestur fæddur árið 2011. Hann er undan fyrstu verðlauna foreldrunum Mídasi frá Kaldbak (8,34) og Grósku frá Dalbæ (8,19).

Fursti hefur verið í tamningu og þjálfun hjá Guðmanni Unnsteinssyni í Langholtskoti. Það hefur gengið ágætlega, en hesturinn er mjög kvikur og hefur mikinn sprengikraft. Hann er lærdómsfús og hæfileikaríkur. Fursti verður sýndur í kynbótadómi þegar hann er tilbúinn til þess.

Fursti og Lilja á rigningardegi 2014

Fursti frá Kílhrauni, þriggja vetra, í hryssuhólfi. Hann spjallar samt við Lilju

Fursti er ljúfur og auðveldur í umgengni. Honum finnst ekkert að því að vera heimsóttur í hagann þó hann sé með hryssur hjá sér.

 

 

 

Afkvæmi Fursta
Fæðingarár Nafn Móðir
2014 Leynd frá Kílhrauni Lýsa frá Litlu Sandvík
2015 Fífa frá Kílhrauni Lýsa frá Litlu Sandvík
Kynbótamat
Sköpulag Blub Kostir Blub
Höfuð 105 Tölt 118
Háls/Herðar/Bógar 116 Brokk 116
Bak og lend 100 Skeið 91
Samræmi 111 Stökk 119
Fótagerð 105 Vilji og geðslag 117
Réttleiki 109 Fegurð í reið 123
Hófar 112 Fet 102
Prúðleiki 111
Sköpulag 118 Hæfileikar 113
Hægt tölt 113
Aðaleinkunn 116
Fursti í rigningu að passa hryssurnar sínar 2014

Fursti frá Kílhrauni, sumarið 2014