Fursti frá Kílhrauni er stóðhestur fæddur árið 2011. Hann er undan fyrstu verðlauna foreldrunum Mídasi frá Kaldbak (8,34) og Grósku frá Dalbæ (8,19).
Fursti hefur verið í tamningu og þjálfun hjá Guðmanni Unnsteinssyni í Langholtskoti. Það hefur gengið ágætlega, en hesturinn er mjög kvikur og hefur mikinn sprengikraft. Hann er lærdómsfús og hæfileikaríkur. Fursti verður sýndur í kynbótadómi þegar hann er tilbúinn til þess.
Fursti er ljúfur og auðveldur í umgengni. Honum finnst ekkert að því að vera heimsóttur í hagann þó hann sé með hryssur hjá sér.
Fæðingarár | Nafn | Móðir |
---|---|---|
2014 | Leynd frá Kílhrauni | Lýsa frá Litlu Sandvík |
2015 | Fífa frá Kílhrauni | Lýsa frá Litlu Sandvík |
Sköpulag | Blub | Kostir | Blub |
---|---|---|---|
Höfuð | 105 | Tölt | 118 |
Háls/Herðar/Bógar | 116 | Brokk | 116 |
Bak og lend | 100 | Skeið | 91 |
Samræmi | 111 | Stökk | 119 |
Fótagerð | 105 | Vilji og geðslag | 117 |
Réttleiki | 109 | Fegurð í reið | 123 |
Hófar | 112 | Fet | 102 |
Prúðleiki | 111 | ||
Sköpulag | 118 | Hæfileikar | 113 |
Hægt tölt | 113 | ||
Aðaleinkunn | 116 |