Hvellhetta var orðin frekar leið á að bíða eftir leikfélaga, enda orðin tveggja vikna. Biðinni lauk í nótt þegar tvö folöld fæddust
Fyrst kastaði Dögg brúnum hesti, já loksins átti hún fola. Hún lét okkur bíða dálítið eftir sér því við áttum von á að hún kastaði 24.maí. Ragnhildur var ekki lengi að finna nafn á gaurinn. Sveipur skal hann heita.
Í morgun kastaði svo Lýsa, alveg á réttum tíma, var sett 9.júni. Í fyrra drapst folaldið hennar í köstun þannig að gleðin var mikil þegar við sáum þennan gullfallega fola undan Helmingi (Álfssonurinn sem við misstum í fyrra).
Hæ hó.
Já þetta eru sko flottir strákar sem komu í nótt!! Nú þurfum við Bjarni að finna nafn á skjótta prinsinn 🙂 Áttum nú ekki von á rauðskjóttum…..standast nokkrar spár um liti núna hehehe. Hann er nú samt bara sætur 😉
Sjáumst, Lilja Ö.
Æðisleg folöld. Ragnhildur hlýtur að vera ánægð með Sveip sinn og þú með þetta flotta skjótta flolald.
bestu kveðjur.
Vá, til hamingju, bara 2 á sólarhring!
Og fjölbreytt litaúrval 🙂
Kem fljótlega að taka þau út.
Kv. Lára.