Barkamótið

Ég ákvað að skella mér með Þokka á Barkamótið sem er töltmót haldið í Reiðhöllinni í Víðidal. Hugsaði ég þetta mót sem góða æfingu inn í höll þar sem það hefur hingað til ekki hentað Þokka vel að vera inn í höll og hefur ekki höndlað kröppu beygjurnar vel en við erum búin að vera dugleg að æfa okkur og reyna að bæta jafnvægið í beygjunum og það hefur greinilega verið að skila sér 🙂 Vorum 10 eftir forkeppni af 38 hestum og náðum þar með inn í B-úrslit og hækkuðum okkur um 1 sæti og enduðum í 9. sæti 🙂 Var nú ekki sátt með einkunnirnar fyrir hraðabreytingar en núna þarf bara að skoða betur hvað fór úrskeiðis og bæta það en við fengum 6,5 á línuna fyrir greitt tölt sem ég var mjög ánægð með og Þokki hoppaði lítið sem ekkert í beygjunum 🙂 Stór sigur fyrir mig bara að hafa náð þokkalegu greiðu tölti inn í höll á honum Þokka mínum 😉

barkadeildin-1

Svo styttist í Uppsveitadeildina en það verður keppt í fimmgangi á föstudaginn næsta 26. mars og hvet ég alla til að koma og kíkja í Reiðhöllina á Flúðum, verður skemmtileg stemming og góðir hestar 😉 Ég er ágætlega undirbúin undir þetta en mun þreyta frumraun mína í að ríða fimmgangsprógram þannig að þetta verður fín æfing 😉

Skemmtilegir tímar framundan enda keppnistímabilið að komast á fullt skrið. Gengur vel með Öskju, þarf að fara að taka myndir af henni við tækifæri 🙂

Þangað til næst,

Hólmfríður.