Í morgun kastaði Lýsa rauðu hestfolaldi. Pabbinn er Straumur svo liturinn kemur ekki á óvart. Hins vegar virðist hann vera alveg einlitur.
Við fórum út á tún þegar liðið var fram á kvöld til þess að taka myndir og reyndist hann hin ágætasta fyrirsæta.
Hér eru svo myndir af þeim mæðginum.
Hæhæ, til hamingju með þennan gull fallega fola, spennandi að vita hvort hann heldur rauða litnum eða lýsist upp eins og bróðir hans, Tígull. Nú þurfuð þið að leggja höfuð í bleyti og ákveða hvaða nafn hann fær 🙂
Knús frá öllum í Smiðjustíg