Þá er folaldið sem von var á þetta sumarið fætt. Lýsa kastaði leirljósri eða bleikri hryssu í gærmorgun, þann 12. júní.
Hryssan fékk nafnið Birta, svona ljós á litinn. Hún er undan Þey frá Holtsmúla 1 og Lýsu frá Litlu Sandvík. Það var að sjálfsögðu farið út á tún og teknar myndir af hryssunni sem gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp til myndatöku.
Það verður spennandi að sjá hvernig liturinn þróast þegar hún stækkar og dafnar.
hæ og hó, Birta litla er aldeils fín!!! Til lukku með dúlluna.
Kv. Flúðagengið