Eins og í fyrra var það Hera sem kom með fyrsta folald ársins. Þegar við komum á fætur sáum við að hún var eitthvað óróleg og dreif Ragnhildur sig út á tún til hennar, eftir 10.mínútur var allt yfirstaðið og heimasætan í sjöunda himni yfir því að fá að fylgjast með.
Folaldið er myndar hryssa undan Straumi, en okkur til mikillar furðu er hún móálótt. Hera er bleikálótt og Straumur rauðblesóttur, þannig að samkvæmt litafræðinni er ekki nema 8.3% líkur á að fá móálótt. Læt fylgja mydnir af prinsessunni sem hefur ekki enn fengið nafn, en það verður gerð bót á því fljótlega.
Til hamingju með hryssuna. Flottur litur og rétt kyn
Gaman að Ragnhildur skyldi loksins ná að fylgjast með, frábær upplifun.
Kv. Lára.
Jæja, fyrsta ágiskun á lit folaldanna að bregðast. Kannski koma þau líka á óvart, folöldin ófæddu.
En gaman að Ragnhildur skyldi geta fylgst með köstuninni. Hlakka til að kíkja á gripinn eigin augum.
kv.
Bjarni Á
Hæ hó.
Til hamingju með prinsessuna og gott að allt gekk vel!!! Hún er stór og myndarleg sýnist mér eins og móðirin Þá er bara að bíða eftir næsta, gaman gaman.
Kveðja,
Lilja Ö.