Já hún Harpa lét EKKI bíða eftir sér eins og vanalega! Hún kastaði flottum rauðstjörnóttum fola í gær. Það má til gamans geta að það eru fjögur ár síðan hún átti síðast hest. Hann er undan Straumi, þannig að núna eru hér til alskystkin, en hryssan heitir Askja og er tveggja vetra. Hörpu er ekkert gefið um manneskjur með myndavélar, þannig að það koma vonandi betri myndir af folanum í sumar.
Hæ hó.
Hvernig hljómar nafnið Tindur á gaurinn?
Kveðja,
Lilja Ö.
Hæ hó.
Flottur strákur hjá Hörpu okkar, eins og hennar er von og vísa 🙂 Fengum þvi tvo stráka þetta sumarið en það gerðist síðast fyrir 4 árum. Töffarinn hennar Lísu á að heita Tígull en þurfum að finna gott nafn á þennan við tækifæri.
Kveðja,
Lilja Ö.