Folöldin eru vart komin í heiminn þegar þau þurfa að leggja land undir fót og fylgja mæðrum sínum til stóðhesta. Harpa heimsækir Hvin frá Vorsabæ, Dögg fær Tý frá Skeiðháholti og Hera er hjá Hróa frá Skeiðháholti.
Í túninu í Kílhrauni er hins vegar staddur Segull frá Vorsabæ. Hann fær til sín skrautlegar hryssur, skjóttar, vindóttar og hjálmóttar, enda er kappinn brúnlitföróttur, stjörnóttur og hringeygður. Segull er þokkalega byggður og sérstakur í útliti. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þessu næsta sumar.