Nýtt ár – ný ævintýri

Það er löngu orðið timabært að skrásetja einhverjar fréttir hér á vefinn og verður gerð bragarbót á því nú.

Síðasta sumar varð hálf endasleppt hjá okkur vegna veikinda, eins og hjá allflestum hestamönnum. En pestin gekk yfir og hresstust hrossin í lok sumars. Eins og lesa má í öðrum pistli hér á netinu þá gekk þeim Hólmfríði og Þokka ágætlega í keppnum á Reykjavíkurmóti Fáks í ágúst og var þar við látið sitja. Gróska náði heilsu og unir sér ágætlega í stóðinu, en þurfti svolítinn tíma til þess að aðlagast.

Núna er hestamennskan að fara í fullan gang. Hólmfríður undirbýr sig fyrir þátttöku í Uppsveitadeildinni og verður spennandi að fylgjast með því. Systurnar Katla og Askja eru í góðum höndum og lítur út fyrir að þær geti orðið nokkuð góðar þegar fram líður. Reiðhestar hafa verið sendir í trimm til þess að nýtast eigendum sínum betur en síðasta sumar.

Bergur á hestbaki

Prinsinn kominn á hestbak

Askja

Askja og Hólmfríður

Katla

Katla og Manni

1 Comment

Comments are closed.