Öll folöld fædd þetta árið

Öll folöldin sem von var á eru nú komin í heiminn. Fæðingardagar þeirra eru merkilegir fyrir þá sök að vera þurrir dagar, nokkuð sem skort hefur upp á þetta sumarið.

[cpg_image:18,1]

Flækja kastaði rauðu merfolaldi 19. júní sem hefur fengið nafnið Iða.

[cpg_image:16,1]

Lísa átti rauðan fola með smáa stjörnu þann 25. júní. Hann hlaut nafnið Hylur, enda Straums sonur.

[cpg_image:17,1]

Loks kastaði Glóð síðast af öllum 28. júní. Þá vorum við stödd á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum. Engum sögum fór af lit eða kyni afkvæmisins fyrr en heim var komið. Hryssan fékk því nafnið Spurning.