Uppsveitardeildin – Hólmfríður fjórða.

Hólmfríður og Dynjandi í Smala

Uppsveitardeildin hófst í gær. Hún er fjögurra móta mótaröð haldin í reiðhöllinni á Flúðum af hestamannafélögunum Smára og Loga.

Hólmfríður mætti til leiks á Dynjanda sínum og sýndu þau lipra takta sem skilaði henni fjórða sætinu. Lið hennar, Vaki, stóð uppi sem sigurvegari eftir fyrsta kvöldið.

Dynjandi fór brautina á ágætis tíma eða 56 sekúndur án þess að fella neina stiku 😉 Við mættum í aðra umferð og byrjaði hún mun betri en sú fyrri, meiri hraði og engin stika felld en einhver varð misskilningurinn á milli okkar og stökk hann útundan sér í tunnunum og kláruðum við því ekki brautina, leiðinlegt en svona er keppnin og ekki líkt Dynna að klikka á svona ögurstundu en við nældum okkur samt í 4 sætið enda bara betri ferðin sem gilti 🙂 Fyrsta skipti sem ég keppi í smala og var það virkilega skemmtilegt, andrenalínið alveg í botni og mikil stemming. Liðið mitt (VAKI) er líka alveg frábært, mikill keppnisandi í því og góður mórall, við ætlum sko ekkert að gefa fyrsta sætið auðveldlega eftir 😉

Nú er bara að vera að duglegur að æfa fyrir næsta mót þar sem við Þokki mætum, enda klárinn að komast í hörku form og sjaldan verið betri 😉

Þessi kvöldstund var bráðskemmtileg og gaman að sjá knapa og hest fara mjúklega í gegnum brautina sem var nokkuð fjölbreytt. Við í Kílhrauni hlökkum til næsta kvölds þegar fjórgangur er á dagskrá.

Hægt er að skoða myndband af Hólmfríði og Dynjanda fara í gegnum brautina hér á síðunni 🙂

www.smari.is -> allar nánari upplýsingar um uppsveitardeildina.

3 Comments
  1. til hamingju með árangurinn hjá ykkur Dynjanda,
    en eg veit ekki þetta með liðið held að þú sért í vitlausu liði:)
    kveðja Manni og Ragga

Comments are closed.