Fæðingarheimilið opnað

[cpg_image:12,2]Nú er búið að opna fæðingarheimilið í Kílhrauni. Stóðhryssurnar vissu nú alveg hvað stóð til þegar þær voru reknar inn í gerðið. Hófar klipptir og heilsufar kannað. Síðan var hliðið opnað og af stað fóru þær beina leið í hólfið sitt þar sem þær una hag sínum vel og undirbúa fjölgun í stóðinu í sumar.