Orka frá Kílhrauni

Orka frá Kílhrauni, IS2013287882, er fædd í Kílhrauni þann 14. maí 2013. Faðir Orku er Stígandi frá Stóra Hofi og Móðir er Sletta frá Dalbæ. Ræktendur Orku eru Lilja Össurardóttir og Bjarni H. Ásbjörnsson.

Hryssunni var gefið nafnið Orka þegar líða tók á sumarið. Hún hljóp mikið um og með miklum krafti. Oftar en ekki dró hún með sér öll hin folöldin í hlaupin svo úr varð mikið af rassaköstum og snörpum sprettum.

Kynbótamat
Bygging blub Hæfileikar blub
Höfuð 106 Tölt 110
Háls/Herðar/Bógar 104 Brokk 101
Bak og lend 100 Skeið 116
Samræmi 108 Stökk 104
Fótagerð 104 Vilji og geðslag 112
Réttleiki 95 Fegurð í reið 111
Prúðleiki 102 Hæfileikar 114
Sköpulag 106 Hægt tölt 108
Aðaleinkunn 114

Myndasafn