Sunnudaginn 11.nóvember drápust þrír ungfolar hjá okkur. Þar sem um óutskýrðan skyndidauða var að ræða, sendum við einn þeirra í krufningu. Niðursöður liggja ekki enn fyrir, en rannsóknarliðið á Keldum heldur einna helst að baktería sem veldur Hvanneyrarveiki í kindum hafi lagt þá að velli. Þetta voru tveir veturgamlir folar undan Straumi okkar, annan áttum við ekki, brúnan fallegan fola. Hinn var rauður með litla stjörnu og vorum við búin að taka þá ákvörðun að hafa hann graðan eitthvað áfram. Sá þriðji var gullið okkar hann Helmingur frá Hlemmiskeiði, tveggja vetra, undan Álf frá Selfossi. Þetta er mikið áfall og má segja að heimilisfólkið hafai verið hálf lamað þessa vikuna. En það þíðir víst ekkert að gefast upp þó á móti blási. Núna látum við okkur bara hlakka til næsta sumars, því við eigum von á þremur folöldum undan Helmingi.
Læt hér fylgja myndir af strákunum okkar.
Ég samhryggist innilega, hræðilegt að missa hross svona.
Sæll Hreggviður. ömurlegt að verða fyrir þessu. Vonum að hryssan þín nái sér að fullu.
Greiningin er komin og það var þessi lysteria baktería eða síkill sem er skaðvaldurinn.
getur grasserað hvar sem er,, í gróðri (jarðvegi) eða heyi,, skilst okkur eftir sérfræðingum við einhverjar kjöraðstæður. er mjög skæður í hrossum og leggur þau nánast undantekningalaust fljótt af velli. Sama sýking og veldur svokallaðri Hvanneyrarveiki í kindum. Folarnir okkar féllu mjög snöggt, virtust ekkert rápa eða ganga í hringi og ekkert krafs kringum þá,,, froða útum vit, sem er merki um bráða sýkingu og köfnun. Mér finnst þetta furðulegt,, og geta tengst veðurfari í sumar og haust,, þó að ég hafi engar haldbærar sannanir fyrir því…
Með kv. Haukur Eiríks. Kílhrauni.
Ég er með hross á Litla Moshvoli og varð fyrir því að á laugardaginn að ég kom að tveim mertrippum dauðum í úthaganum hjá mér. Að auki er mín besta hryssa veik vegna þessa, en í umsjá Ellerts dýralæknis á Hellu.
Er komin niðurstaða úr krufningu hjá ykkur hvað þetta er ? Mér finnst líklegt að þetta sé það sama hjá mér.
M. kv. Hreggviður Þorsteinsson Litla Moshvoli.