Árlegar hestaferðir

Við höfum alltaf, á hverju ári, reynt að fara í lengri reiðtúra en bara rétt í nánasta umhverfi Kílhrauns. Við byrjuðum reyndar sumarið 2002 þegar við, Bára, Haukur, Lilja og Bjarni fórum í fjögurra daga hestaferð norður í Fjörður á vegum Pólarhesta á Grýtubakka. Þar má segja að Kílhraunsævintýrið hafi byrjað.

Valdimar með sleikjóFerðirnar  okkar, eftir að við komum í Kílhraun, hafa verið mismunandi. Við fórum fyrst af stað sumarið 2005 þegar við riðum frá Kílhrauni í Réttarholt og svo til baka daginn eftir. Þá höfðum við með okkur nokkur laus hross og urðum við heldur betur vör við alla umferðina sem er á þjóðvegi 30 allar helgar. Um haustið riðum við svo í Reykjarétt og fórum þá eftir þjórsárbökkum sem var miklu betri ferð, þrátt fyrir nokkuð mörg stopp vegna hliða opnanna og lokanna.

Í  fyrrasumar fórum við á landsmót hestamanna á Vindheimamelum og gistum í sumarbústað í Fljótum, rétt við Reykjarhól. Við höfðum með okkur vel valin hross og riðum við inn Flókadal, töluvert upp á afréttinn þar fyrir innan. Í þessa ferð fóru Ragnhildur, Bjarni, Haukur og Bára.rettardagur-2006-102-large.jpg

Nú  er komið að ferð sumarsins og hefur Bára skipulagt spennandi ferð í Þjórsárdal. Við byrjum á morgun, sunnudag, með léttri upphitun frá Hrepphólum að Núpstúni með viðkomu í stuðlabergsnámu sem liggur að leið okkar. Á mánudag munum við svo flytja hrossin okkar upp í Þjórsárdal og ríða sem leið liggur að Kletti, sem er gangnamannaskýli á fjöllum. Á þriðjudag er ætlunin að fara ríðandi í sund í Þjórsárdalslaug. Síðan förum við til baka frá Kletti á miðvikudaginn. Á fimmtudaginn hafa menn svo val um að fara á bak en við endum ferðalagið í veislu á Hótel Heklu.

Þátttakendur í þessari ferð verða á öllum aldri og á öllu getustigi, reiðlega séð. Krakkarnir og óvanir fara bara eins langt og þeir treysta sér til, aðrir geta verið á baki allan tímann. Einhver mun síðan vera á ökutæki til þess að hirða upp þreytta ferðalanga.

1 Comment

Comments are closed.