Askja frá Kílhrauni hefur lagt keppnis skeifurnar á hilluna

Askja frá Kílhrauni fær nýtt hlutverk

Föstudagskvöldið 5. september 2014 var snarast upp í Langholtskot með Öskju, drottningu Kílhrauns, og reiðhestana til þess að fara í síðasta reiðtúr hennar. Askja frá Kílhrauni hefur gert góða hluti á keppnisbrautinni undanfarin ár okkur til ánægju og yndisauka.

Nú er Askja komin í nýtt hlutverk. Hún er komin í folaldseignir og mun taka við af móður sinni sem aðal ræktunarhryssa Kílhrauns. Það verður örugglega fylgst með henni næsta vor þegar von er á fyrsta folaldi hennar.

Við fórum ríðandi frá Langholtskoti með Manna yfirþjálfara og skiptumst á að sitja Öskju. Manni leiddi okkur upp á Langholtsfjall þar sem við horfðum meðal annars yfir Skeiðin og aðrar nærsveitir. Það þarf ekki að orðlengja það að hvert og eitt okkar fannst mikið til þess koma að sitja hryssuna sem við höfum fylgst svo vel með undanfarin ár í keppnum. Þessi reiðtúr rennur okkur seint úr greipum.

Hér má sjá nokkrar myndir úr reiðtúrnum.