Askja í fimmgangi í uppsveitadeildinni.
Það var mikið fjör í Reiðhöllinni á Flúðum þegar keppni í fimmgangi í Uppsveitadeildinni fór fram. Lið Kílhrauns var þó vængbrotið þar sem Ragnhildur gat ekki keppt vegna meiðsla. Ekki gat liðsstjórinn hlaupið í skarðið svo Guðjón og Manni héldu uppi merkjum liðsins.
Forkeppnin fór vel af stað þar sem Askja og Manni voru þriðju efst. Mikil keppni var síðan í A-úrslitum sem endaði með því að fyrsta sætið varð þeirra. Að vonum var því fagnað vel af liðinu og áhangendum þeirra.
Næsta keppni fer svo fram 25. apríl. Þá verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði.