Birta frá Kílhrauni

Birta frá Kílhrauni er korgleirljós.

Litarahaft Birtu hefur valdið okkur nokkrum heilabrotum, allt frá því að hún fæddist. Hún fæddist leirljós en fljótlega eftir að hún fór úr folaldahárum fór hún að dökkna og þá sér í lagi á fótum. Um haustið á hennar fyrsta ári var hún leirljós á búkinn en með dökka fætur.

Nú þegar Birta frá Kílhrauni er orðin fimm vetra þá spurðumst við fyrir á fésbókarsíðu Kílhrauns, hvort einhver gæti hjálpað okkur að finna rétta litinn á henni. Einn vinur okkar á fésbók, Freyja Imsland, hefur rökstutt  vel litarhaft hennar eins og sést hér.

Birta frá Kílhrauni

Birta frá Kílhrauni, korgleirljós.

„Ég myndi álíta hana korgleirljósa.

Það má segja að það sé litur sem er náskyldur sótrauðu. Þá er að finna svört eða svartbrún hár inn á milli leirljósu háranna. En hún getur mjög hæglega borið vindótt, þar sem hún er undan vindóttum klár, og þannig væri ekki skrýtið þó kæmu vindótt folöld ef henni er haldið undir svartfexta hesta.“

Við föllumst á rök Freyju þannig að Birta er korgleirljós.