Dimma frá Kílhrauni
Við höfum sett saman myndband þar sem Dimma frá Kílhrauni er í aðalhlutverki. Dimma er mjög skemmtileg reiðhryssa, framsækin og taumlétt. Hún er einstaklega geðgóð og samvinnufús.
Dimma er fædd árið 2005 undan Fróða frá Fróni og Lýsu frá Litlu-Sandvík.
Dimma er taminn af Guðmanni (Manna) Unnsteinssyni í Langholtskoti og Hólmfríði Kristjánsdóttur. Manni hefur séð um þjálfun hennar síðustu ár. Dimma var sýnd í kynbótadómi síðsumars árið 2013. Hún fékk einkuninna 7,59 fyrir sköpulag. Á sýningardag var slagveðursrigning og brautin alsett pollum. Það setti mark sitt á hæfileikaeinkunn. Dimma lá ekki á skeiði og hlífði sér mikið í sýningunni. Það kom einnig í ljós þegar dregið var undan henni að hún hafði meitt sig á hófi svo úr blæddi svo ekki var nema von að sýningin væri misheppnuð.
Dimma á inni í tölti og brokki og vel má þjálfa í henni skeiðið.