Folaldaleikskóli

Folaldaleikskóli í Kílhrauni

Við í Kílhrauni á Skeiðum  tökum að okkur að fóstra folöld, frá hausti og fram á vor. Boðið er upp á fyrsta flokks aðstöðu. Rúmgóðar stíur í mjög góðu, vel loftræstu og hreinu hesthúsi sem er sótthreinsað á hverju hausti.

Stíur í hesthúsinu í Kílhrauni henta vel fyrir folaldahótel

Hesthúsið er hreint, vel loftræst og sótthreinsað reglulega

Við leggjum mikið upp úr því að folöldin fái gott atlæti og venjist öllum umgangi í húsinu. Þeim er gefið þrisvar á dag og stíurnar hreinsaðar daglega. Folöldin fara út á hverjum degi, svo framarlega sem veður hamli því ekki. Á slíkum dögum fá þau að hreyfa sig frjáls í reiðskemmu sem er áföst við hesthúsið.

Folöldin fá gott fóður og aðgang að saltsteini.  Folöld þurfa að vera örmerkt en ef svo er ekki verða þau örmerkt á staðnum.

Þeir sem vilja koma ungviði sínu í folaldaleikskólann geta fengið frekari upplýsingar hjá Bjarna H. Ábjörnssyni í síma 898 6463. Hægt er að senda fyrirspurn með því að smell á þennan tengil.

Hesthúsið í Kílhrauni er gott folaldahótel

Hesthúsið er bjart og rúmgott.

Reiðskemman í Kílhrauni

Innivinna þegar vont veður er úti.