Fursti frá Kílhrauni á ungfolasýningu

Fursti frá Kílhrauni var sýndur á ungfolasýningu í Ölfushöllinni.

Fursti frá Kílhrauni var sýndur á ungfolasýningunni í Ölfushöllinni þann 12. apríl. Það var gaman að fara með „unglinginn“ á sýninguna, enda við að taka þátt í fyrsta sinn.

Ólafur Ásgeirsson var okkur innan handar við sýninguna og hjálpaði okkur við praktísk atriði eins og að stylla upp hestinum og fá hann til að hlaupa um í Ölfushöllinni. Nú höfum við samanburð á hestinum við aðra jafnaldra hans og erum mjög sátt. Við hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna á fram á næsta ár.

Fursti er fæddur sumarið 2011. Hann er undan Mídasi frá Kaldbak og Grósku frá Dalbæ.

 

1 Comment

Comments are closed.