Fyrsta folald sumarsins í Kílhrauni

Í morgun þegar litið var út um stofugluggann og gætt að folaldshryssunum, eins og gert er á hverjum morgni, blasti við nýtt folald. Rauð hryssa undan Grósku frá Dalbæ og Mídasi frá Kaldbak er komin í heiminn.

Folaldið er vel sprækt sem er góðs viti, en Gróska veiktist illa síðasa sumar og var tvísýnt um fylið.

Allt virðist hafa gengið vel hjá hryssunni og er hún stolt af afkvæmi sínu, en er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að leyfa mannfólkinu að sjá það.

En myndir náðust þó af dagsgömlu folaldinu eins og sjá má.

Þau undur og stórmerki gerðust að morgni 19. maí að fram fór kynleiðrétting á folaldinu. Glögg augu urðu þess áskynja að eftir að folaldið hafði fengið sér vænan sopa af kaplamjólk, þurfti það að pissa og fór það ekki fram hjá þeim sem á horfði að þar pissaði hestfolald en ekki merfolald. Það leiðréttist því hér með að fæddur er hestur, rauður.

Gróska með folaldið sitt

4 Comments
  1. Það má segja að það reynist þrautin þyngri að finna nafn á folann. Enn er ekkert komið sem hæfir honum að okkar mati.

Comments are closed.