Hólmfríður og Þokki náðu góðum árangri á Íþróttamóti Mána í Reykjanesbæ þann 17. apríl.
Eftir forkeppni voru þau efst inn í töltið og í 1. – 2. sæti í fjórgangi. Uppskeran í úrslitum var góð, eða 2. sæti í fjórgangi og 1. sæti í tölti. Að auki urðu þau Hólmfríður og Þokki samanlagðir fjórgangsmeistarar. Glæsilegur árangur á fyrsta móti utanhúss á árinu.