Gróska í úrslitum á gæðingamóti Sleipnis – Veikindi

Gróska og Siggi Sig. eru 6. inn í A úrslit í fjórgangi á Gæðingamóti Sleipnis sem fram fer á Selfossi í dag. Það verður spennandi að sjá hvernig þau pluma sig. Að vanda mætum við í brekkuna með myndavél og vídeó til þess að festa viðburðinn á filmu, eða réttara sagt á minniskort.

Svona endaði keppnisferillinn hennar Grósku:

Gróska tók aldrei þátt í úrslitunum þar sem hún var farin í kynbótasýningu á Hellu og sköruðust þessir atburðir. Gróska náði heldur ekki að klára kynbótasýningu sína því daginn fyrir yfirlitssýninguna varð hún fárveik og var í marga daga á gjörgæslu há Guðmari dýralækni í Sandhólaferju. Hún fékk lysteríusýkingu (fóðursýking) og var nærri dauða en lífi en Guðmar bjargaði henni sem betur fer. Ekki nóg með það heldur bjargaðist fylið hennar líka en hún eignast afkvæmi með Mídasi í sumar. Hún var hjá Sigga í eftirliti í nokkurn tíma en kom að lokum til okkar í Kílhraun þar sem hún ætlar að vera og fæða sín folöld.

Núna hefur Gróska það fínt í litla stóðinu okkar og dafnar vel.

Gróska og Siggi Sig í forkeppni B flokks