Fótur

Fótur höfðingi

Fótur er höfðinigi mikill

Hér verður skrifuð saga Fóts. Hann komst í kynni við Lilju í ferðalagi norður í Fjörður, sumarið 2002. Þau kynni urðu slík að hún keypti klárinn. Þetta var fyrsti vísir að því sem á eftir kom. Það verður að taka það fram að Fótur hafði alla sína ævi verið í hestaleigu og verið notaður gríðarlega mikið. Því má með sanni segja að Lilja hafi bjargað lífi hans, því hér er dekstrað við þennan höfðinga eins og hægt er. Fótur sér um að allir í stóðinu hagi sé vel. Hann sér um að taka á móti nýjum hestum og svo flokkar hann stóðið eftir sínu höfði. Hann Fótur okkar er orðinn 17 vetra, en ekki er hægt að merkja það að hann er byrjaður að reskjast því við notum hann við tamningar og bindum unga liðið utan á hann, sem sagt Fótur temur með okkur.

Höfðinginn Fótur hefur ekkert breyst þau þau þrjú ár sem bæst hafa við frá síðustu færslu. Hann er nú árið 2010 á sínun 21 vetri og heldur stóðinu enn gangandi og stjórnar þeim með sinni alkunnu rósemd og visku. Hann passar ungviðið en kennir þeim hestasiði eins og enginn annar. Gaman er að koma út á tún þar sem hann kemur ætíð og heilsar manni, athugar hvort eitthvað gott sé með í för en ef ekki þá þyggur hann samt  klór og knús frá Lilju sinni 🙂 Hann er ekki hættur að temja með okkur því nú síðast var Trana, þá tveggja vetra, bundin utan á hann til að hægt væri að klippa hófana á henni. Fótur kippir sér ekki upp við tog og læti í Trönu litlu og allir enduðu vel kipptir og fínir.