Hestar á húsi með tuggu og hreint vatn

Það kom sér vel að eiga pláss í hesthúsinu fyrir allt stóðið þegar öskufjúkið náði Kílhrauni um kl. 16 í gær.

Eftir því sem leið á kvöldið jókst öskufallið til mikilla muna og afréðum við að taka alla hestana inn í skjól fyrir því. Með hjálp góðra vina náðum við að koma folaldshryssum og öðrum útigangi inn án teljandi vandræða.

Nú eru þau í góðu yfirlæti með góða tuggu, hreint vatn og í skjóli fyrir öskufallinu. Látum daginn líða og sjáum til hversu lengi við höfum þau inni.

Hestarnir í góðu yfirlæti

Hestar á húsi í sumarbyrjun

Öskubakkinn í austri

Öskuskýið í austri séð frá Kílhrauni 23. maí

4 Comments
  1. Já Ragnhildur, Punktur geyspar ógurlega þegar við komum inn í hesthúsið. Ég tók ekki eftir því fyrr en myndin kom á vefinn.

  2. ég verð nú bara að segja að mér þykir myndin góð af hestunum í hesthúsinu ,
    er þetta Punktur að geyspa svona fallega fyrir myndavélina ? 🙂

Comments are closed.