Um helgina var úrtökumót Smára fyrir landsmót haldið á Hellu í samstarfi við hestamanafélögin Geysi, Loga og Trausta.
Að sjálfsögðu tóku þau Hólmfríður og Þokki þátt í keppninni. Þau kepptu í B flokki og markmiðið var að komast á landsmót. Til þess þurftu þau að að vera í einu af þremur efstu sætum Smárafélaga. Keppnin hófst á laugardaginn og fór nú ekki alveg eins og ætlað var. Þokki var eitthvað að hlífa sér og Hólmfríður vildi ekki beita honum að fullu þar sem þetta var fyrsta keppnin hjá honum eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. En eftir læknisskoðun var ekki horft til baka. Á sunnudaginn var allt að vinna og gekk umferðin bara vel. Þau fengu 8,28 í einkunn og 2. – 3. sæti var þeirra.
Þar með var keppnisrétturinn á landsmóti 2011 tryggður. Það verður gaman að fylgjast með þeim í þeirri keppni.