Hvernig verð ég á litinn þegar ég verð stór?

Folaldið okkar hún Birta hefur verið að taka litabreytingum eftir því sem folaldahárunum fækkar. Við erum hins vegar nokkuð spennandi yfir því að sjá hvernig hún verður á litinn þegar upp er staðið. Við höfum verið nokkuð viss um að hún verði leirljós en nú eru farnar að renna á okkur tvær grímur.

Myndirnar sýna hvernig dökkur litur er að koma fram undan folaldahárunum. Er Birta kannski vindótt?

Fínar mæðgur

Dökkur litur að gægjast fram?

Ég er með litla stjörnu

+i

1 Comment
  1. Vappar létt um græna grund,
    gæðingsbyggð og kná.
    Verður þetta vindótt sprund?
    Vandi er að spá.

Comments are closed.