Katla frá Kílhrauni

Komið að henni Kötlu að fá smá umfjöllun. Katla er stór og mikil hryssa sem er undan Fróða frá Fróni (Orrasonur) og er því hálfsystir hennar Dimmu, fæddar sama ár (2005), og móðir hennar er Harpa frá Kílhrauni sem gerir  hana einnig að hálfsystur Öskju 😉

Katla býr yfir hellings hæfileikum en það hefur tekið sinn tíma fyrir hana að ná valdi á þessu öllu saman en þetta er allt í áttina og er hún farin að líta ansi vel út 😉 Svo er bara að bíða og vona, sjá hvað gerist og hvort hægt verði að dæma hana í ár. Þessi hryssa gæti hentað vel í fjórgang (jafnvel fimmgang – en enn hefur ekker verið reynt við skeiðið af alvöru en það er þarna undir) þar sem töltið er gott, brokkið er skref- og svifmikið, stökkið ágætt og hún skrefar vel á fetinu 🙂

Nokkrar myndir af Kötlu – biðst velvirðingar á gæðunum 😉

Katla töltir

 

Meira tölt

Katla brokkar