Það hlaut að koma að því, nú eru öll hrossin hjá mér í bænum komin í hvíld enda öll komin með flensu greyin 🙁 Askja er verst með hósta og mikiðslím í nösunum en Dynjandi er bara með slím, ekki heyrt hann hósta enn og Þokki sýnir minnstu einkennin en var mjög daufur í reið þannig að hann fór í pásu svona til öryggis því til eru dæmi um að hross hafi ekki sýnt nein einkenni en samt verið veik og slöpp þannig að við tökum enga áhættu hér 🙂
Askja verður ekki sýnd í vor, ákváðum að fresta því en vonandi verður hún sýnd síðsumars eða þá bara á næsta ári, ekkert stress 🙂 Hún var samt að taka miklum framförum núna síðustu vikur enda Siggi búinn að hjálpa okkur helling, styrkurinn alltaf að aukast og töltið að koma og svona þannig að þetta er vonandi allt í áttina 🙂 En núna er hún í allaveganna 2 vikna pásu og svo er bara að bíða og sjá og vona að hún sleppi nokkuð vel úr þessu 🙂
Skelfilegt að heyra með hrossin sem að versna svo aftur þegar það er byrjað að brúka þau aftur, leiðindar pest!!
Nú er allt óljóst með úrtöku fyrir LM enda einungis mánuður í hana og verður bara að koma í ljós þegar sá tími kemur hvort við Þokki getum mætt enda tekur það sinn tíma að ná fyrri styrk eftir svona veikindi. Við mætum bara ef við erum tilbúin enda höfum við nægan tíma, komin í B-flokk og getum alveg eins mætt tvíefld í úrtöku eftir 2 ár 😉
Útigangurinn hefur það fínt og ekki enn komið veiki í þau sem betur fer og vonandi að það haldist bara þannig 🙂
Það væri óskandi að þessi flensa fari að hverfa og hrossunum að batna, ekki svipur á sjón að sjá Víðidalinn, örfáar manneskjur á útreiðum….
Nú er víst engin afsökun að vera ekki duglegur í lokaprófunum en ég er að klára fyrsta árið mitt á Hvanneyri í hestafræði þannig að það verður eitthvað lítið um fréttir hér, allaveganna engar mótafréttir eða skemmtilegheit… 🙂
Við Þokki á gæðingamóti Smára í ágúst 2009. 2 sæti í tölti með einkunnina 6,67.
Það er óneitanlega kominn keppnisfílingur í mann enda vorið komið og þessi tími, skrítið vor með engum keppnum hehe 🙂 En þær bíða bara betri tíma enda heilsa hestanna í algjörum forgang..
Þangað til næst,
Hólmfríður 🙂
Það þarf bara að hugsa vel um hrossin eins og aðra þegar þau verða lasin. Gefa þeim þann tíma sem þarf. Segi eins og í myndinni Fifth element: Time is of no importance, only life is.