Lið Kílhrauns í Uppsveitadeildinni

Kílhraun í Uppsveitadeildinni

Lið Kílhrauns í Uppsveitadeildinni er tilbúið til keppni. Liðið hefur verið við stífar æfingar undir dyggri stjórn Manna liðsstjóra. Ásdís og Lilja hafa einnig lagt lóð á vogarskálarnar við undirbúninginn.

Manni og Askja í skeiði

Manni og Askja á fljúgandi skeiði í Uppsveitadeildinni 2014

Uppsveitadeildin hefst á fjórgangi, föstudagskvöldið 20. febrúar. Keppendur Kílhrauns verða Guðmann Unnsteinsson, liðsstjóri, Ragnhildur S. Eyþórsdóttir og Björgvin Ólafsson. Ragnhildur ríður á vaðið og kemur fyrst keppenda Kílhrauns inn á völlinn á hryssunni Förðun frá Hólavatni . Næstur í röðinni kemur reynsluboltinn Guðmann á hestinum Verðanda frá Síðu. Björgvin Ólafsson kemur svo síðastur fram á hryssuni Gjöf frá Hrepphólum.

Spennandi keppni er framundan og verður skemmtilegt að fylgjast með 24 knöpum sýna listir sínar á föstudagskvöld.