Í fyrra ákvað ég að skella mér í litaræktun. Hinn brúnlitförótti, stjörnótti og hringeygði stóðhestur Segull frá Vorsabæ var hér í Kílhrauni og fórum við með tvær hryssur undir hann, önnur jarpvindótt, sokkótt, blesótt og hin leirljósblesótt. Nú ætluðum við sko að fá flotta liti. Ennnnn núna eru þessi folöld fædd og þau urður einfaldlega alveg eins, rauð-stjörnótt, hehe. Ekki nóg með það, því okkur langaði svo í jarpt og fórum því með eina rauðjarpa hryssu til Hvins frá Vorsabæ, út út því fengum við einlitan rauðan fola. Já mikið er gaman að þessu.