Þeir sem hafa kíkt reglulega á vefsvæðið okkar taka eftir nýju útliti á vefnum. Hugmyndin er að reyna að láta myndir njóta sín betur.
Annars ganga störfin hér ágætlega. Hólmfríður er í óða önn að temja tryppin okkar þau Kötlu, Pegasus og Dimmu. Endurnýjun á girðingum hefur líka tekið sinn tíma en við ætlum að setja upp rafmagnsgirðingar í stað þeirra sem þarfnast endurnýjunar. Búið er að loka af hólfið sem geymir tittina okkar, Tind og Tígul. Með þeim í sumar hefur verið Sólon, 3ja vetra stóðhestur í eigu Kára Fanndal.
Heimiliskötturinn Skotta að velta vöngum
Flott síða kíkji hér oft er bara löt að kvitta,sjáumst fljótlega.Gunna