Í morgun þegar við fórum á fætur sáum við að folald var komið út úr girðingunni, hefur líklega rúllað einhvern veginn undir strengina. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var á ferðinni nýlega kastaður foli undan Eldingu (Logadóttur)og Helmingi. Frúin á heimilinu stökk út og ætlaði að taka mömmuna í múl og ná þannig folaldinu, en Elding var nú ekki til í að taka þátt í svona veseni, þannig að kerlingin náði folanum og vippaði honum inn á túnið til mömmunnar.
Nú er spennandi að vita hvaða nafn þessi myndar foli hlýtur, en eigandinn hún Ragnhildur Stefanía fær að sjálfsögðu að finna út úr því.
Hæhæ… hvað er þetta ? einmitt þegar ég fer þá þarf hún að skjóta honum útúr sér 😀 neei bara grín hann er algjört yndi og öruglega ennþá flottari með eigin augum 😀
ég er ekki alveg búinn að áhveða nafn en það verður eitthvað skylt Eldingu 😀 en allavegana ættla ég ekki að skýra hann fyrr en ég hef nú séð hann með eigin augum 😀
Hlakka til að sjá fleiri myndir af honum og hinum folöldunum 😀
kær kveðja : Ragnhildur 😀