Smalinn og heimferð

Hólmfríður og Dynjandi í Smalanum árið 2010

Þá eru Hólmfríður og Dynjandi búinn að keppa í Smalanum í Uppsveitardeildinni og gekk þeim bara vel. Hólmfríður var varamaður Manna og kom hún brunandi frá Hólum til að keppa á Dynna sínum. Þau enduðu í ellefta sæti, einu sæti frá úrslitum og kallast það gott enda klárinn lítið trimmaður. Dynjandi kom svo heim í Kílhraun eftir hlaupin og þótti honum ekki leiðinlegt að hlaupa úti og spjalla við stóðið sem var hinum megin við veginn. Í gær fór hann svo í bæinn og hitti vin sinn Börk en hann er víst búinn að vera hálf þunglyndur einn í bænum með einhverjum hrossum sem hann þekkir ekki 😉 Gott að vinirnir eru nú sameinaðir og Ásdís getur trimmað þá saman.