Nákvæmlega viku eftir að síðasta folald kom í heiminn, kastaði Spá frá Skíðbakka I okkar fyrsta folaldi. Það er hestfolald undan Kjarna frá Þjóðólfshaga I. Þessi hestur er fæddur alvek kolsvartur, en verður væntanlega grár þegar fram í sækir.
Þessi svarti hestur er frekar nettur og bara sprækur þegar hann var búinn að fá sopa hjá mömmu.