Straumur frá Sauðárkróki tilbúinn í stóðlíf.

 

 

 

copy-of-smaramat-9607-084-small_0.jpg  Straumurinn okkar fór á LM en stóð sig ekki eins vel og til var vonast. Hann var flottur á brokki og tölti, en lá ekki á skeiðinu, já svona getur þetta nú verið. Eins og sönnum stóðhesti sæmir fékk hann engann móral, heldur dreif sig heim og bíður spenntur eftir því að gera það sem skemmtilegast er, sinna flottum hryssum.Tekið verður á móti hryssum núna næstu daga og kostar tollurinn 50,000 + vsk, allt innifalið. Afkvæmi Straums eru lang flest bollétt, faxprúð og einstaklega geðgóð.