Straumur frá Sauðárkróki

Stóðhesturinn okkar, Straumur er í girðingu hér í Kílhrauni. Hann er kominn með föngulegan hóp hryssa til sín. Þær hafa verið að tínast til hans frá því í júní og hefur hann tekið vel á móti þeim. Enn eru nokkur laus pláss hjá honum. Áhugasamir hafi samband við Hauk 867-2011 eða Báru 868-6742.

Straumur frá Sauðárkróki        Að taka á móti hryssu     

Straumur er með föngulegan hryssuhóp á sínum snærum eins og sjá má. Hann er þó ekkert að æsa sig yfir ljósmyndaranum.

 Straumur með stóðhryssurnar sínar

1 Comment

Comments are closed.