Uppsveitadeildin 2011

Löngu kominn timi til að koma með fréttir 🙂

Hryssurnar okkar og hálfssysturnar Katla o g Askja eru að taka miklum framförum þessa dagana og vonandi verður hægt að mæta með þær báðar á brautina í vor, kemur í ljós 😉 Kíktum á Kötlu um daginn aftur og hún er að vera alveg ofsalega skemmtileg, mikill vilji og framhugsun sem einkennir þessa hryssu ásamt feikna flottu brokki, stökki, tölti og ekki vantar fótaburðinn 😉 Manni er að gera virkilega góða hluti með Kötlu og er hann kominn með Pegasus í áframhaldandi tamningu líka þar sem ég hafði ekki nógu mikinn tíma fyrir hann.

En aðalmálið núna er að uppsveitadeildin er byrjuð!! 🙂 Deild sem allir ættu að fylgjast með 😉

Með mér í liði eru Manni Langholtskoti og Krissa á Jaðri og svo er Hjalli liðstjórinn okkar. Feikna flott lið sem er styrkt af O.K Prosthetics 🙂

Smalinn gekk ekki alveg nógu vel hjá okkur. Manni var 3 eftir forkeppni og ég 5 en enduðum svo í 9 og 10 sæti … Ég gerði ógilt og ferðin hjá Manna gekk ekki alveg nógu vel.

Fjórgangurinn var síðan í gær. Mikið af feikna góðum hrossum og spennandi keppni.

Við Þokki áttum ágætis sýningu en yfirferðin fipaðist aðeins hjá okkur sem dró okkur dáldið niður (5,93 í einkunn) en 5.sæti samt og B-úrslit. B-úrslitin gengu svo mjög vel og sigruðu við þau með 6,47 í einkunn og riðum okkur svo alla leið upp í 2. sæti í A-úrslitunum með 6,53 í einkunn 🙂 Ofsalega ánægð með klárinn svona snemma vetrar og hann var að fá flottar tölur m.a 7 fyrir stökk 🙂 Manni varð í 3. sæti með mjög efnilega hryssu en Krissa komst því miður ekki í úrslit. Fjórganginn sigraði hún Aðalheiður Einarsdóttir á Blöndal frá Skagaströnd.

Liðið okkar er nú í 3. sæti í liðakeppninni og við Manni jöfn í 5-6 sæti í einstaklingskeppninni 🙂

Nú tekur við smá prófatörn hjá mér er síðan fer allt á fullt aftur og næst er það fimmgangur í uppsveitadeildinni þann 1.apríl. Hvet alla til að mæta enda einstaklega skemmtileg mót 🙂

Þangað til næst,

Hólmfríður 🙂

Læt fylgja með eina mynd af okkur Þokka síðan í sumar. En hún er tekin á Hellu þegar við urðum Suðurlandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum 2.flokki 🙂

1 Comment
  1. Þið voruð svo flott í gær og verður gaman að sjá Þokka úti á stórum hringvelli þar sem hann nýtur sín best 🙂

Comments are closed.