Útivist í folaldaleikskólanum

Folaldaleikskólinn í Kílhrauni í janúar 2016.

Folöldin léku við hvurn sinn hóf þegar þau fengu að fara úr gerðinu og í hólf þar við hlið.

Folöldin hafa það gott í útivistinni í folaldaleikskólanum

The foals enjoy themselves.

Þau gátu eftir sem áður gengið að rúllunni vísri með því að fara til baka inn í gerði og inn í skemmu. Þetta lærðu þau á fyrsta degi.

Þegar vel viðrar og frostið er ekki of hart þá fá folöldin að ganga út og inn að vild. Þau halda þó mikið hópinn og þegar eitt folald fer að éta í rúllunni fylgja öll hin á eftir. Þau koma svo öll inn í hlýjuna og rólegheitin í hesthúsinu síðla dags og sofa af sér nóttina þar.

Hér má sjá lítið myndbrot af fyrstu dögum folaldanna í útivistinni.